Tjaldsvæðið við Þórunnarstræti líklega opið í sumar

Tjaldsvæðið við Þórunnarstræti.
Tjaldsvæðið við Þórunnarstræti.

Viðræður eru í gangi um að tjaldsvæðið við Þórunnarstræti á Akureyri verði opið í sumar. „Eins og staðan er núna gerum við ráð fyrir því,“ segir Tryggvi Marinósson, forstöðumaður tjaldsvæðanna á Akureyri, í svari við fyrirspurn blaðsins.

Eins og fram hefur komið þá stendur til að reisa tvær nýjar heilsugæslustöðvar á Akureyri. Verður önnur þeirra reist á tjaldsvæðisreitnum við Þórunnarstræti og því var áformað að loka tjaldsvæðinu eftir sumarið 2020. Á tjaldsvæðiðsreitnum er auk heilsugæslu gert ráð fyrir íbúðarbyggð og verslun- og þjónustu.

Nýjar flatir á Hömrum fylla skarðið

Miklar framkvæmdir við nýjar tjaldflatir að tjaldsvæðinu við Hömrum hafa staðið yfir í tvö ár og segir Tryggvi að þeim framkvæmdum verði haldið áfram af krafti í sumar. „Það svæði mun koma í stað tjaldsvæðisins við Þórunnarstætið þegar því lokar,“ segir Tryggvi.


Athugasemdir

Nýjast