Tryggvi segir að trúlega hefði þurft að taka ofna af öllu svæðinu og tyrfa upp á nýtt, enda sé það alltaf spurning hvort hægt sé að sá í svæði sem svo mikill ágangur er á. Hann segir vorið og fyrrihluta sumars hafa verið erfiðan og svæðið hafi verið mjög blautt miklu blautara en nokkru sinni fyrr og það hafi trúlega haft sitt að segja.
Á fimmtudag hefst stórt sundmót í Sundlauginni og er stefnt að því að opna tjaldstæðið fyrir þann tíma. Að sögn Tryggva er ástandið mun skárra uppi á Hömrum en þó eru vandræði þar með einar þrjár flatir.