Tjaldbúar við Þingvallastræti
Það var ekkert sérstaklega sumarlegt á Akureyri í morgun, aðeins rúmlega 2ja stiga hiti og örlítið snjófjúk. Það kom
hins vegar ekki í veg fyrir að tjaldbúar í tveimur tjöldum á tjaldstæðinu við Þingvallastræti svæfu enn vært. Raunar er ekki
búið að opna tjaldstæðið og túnið meira og minna kalið auk þess sem tugir iðnaðarmanna eru í kappi við tímann að
klára Icelandairhótelið í gamla Iðnskólanum. Þreyttir bakbokaferðamenn láta þó slíka smámuni ekki á sig
fá, og tjalda einfaldlega í skjóli fyrir norðanáttinni. Spáð er hlýnandi veðri á morgun með suð-austanátt og allt að 7
stiga hita.