Tíu framboða fundur á Húsavík
Í gærkvöldi stóðu nemendur í stjórnmálafræði í Framhaldsskólanum á Húsavík fyrir opnum framboðsfundi í Sal Borgarhólsskóla á Húsavík. Nemendur stjórnuðu fundinum og sáu um tímavörslu og gættu þess að einstakir frambjóðendur listanna í kjördæminu töluðu ekki umfram aðra. Þetta fórst nemendum afar vel úr hendi.
Vel var mætt á fundinn, enda eini opni sameiginlegi fundurinn á Húsavík fyrir Alþingiskosningarnar. Frambjóðendur kynntu áherslur sinna lista fyrir komandi kosningar og svöruðu fyrirspurnum úr sal.
Eftirtalin 10 framboð öttu fram talsmönnum á fundinum: VG. Sjálfstæðisflokkur. Björt framtíð. Viðreisn. Dögun. Píratar. Alþýðufylkingin. Framsóknarflokkur. Samfylkingin. Flokkur fólksins. JS