Í tilefni af þessum tímamótum verður kynning á nýju meðferðarúrræði í Eyjafirði fyrir unglinga með hegðunarvandamál. Einnig munu Sigrún Björk Jakobsdóttir bæjarstjóri og Bragi Guðbrandsson forstjóri barnaverndarstofu undirrita nýjan þjónustusamning milli Akureyrarbæjar og Barnaverndarstofu. Áskell Örn Kárason sálfræðingur og forstöðumaður barnaverndar flytur erindi um barnaverndarstarf í Eyjafirði og í lokin verða almennar umræður.