Tíu ár frá stofnun sameiginlegrar barnaverndarnefndar sveitarfélaga við Eyjafjörð

Á þessu ári eru liðin 10 ár frá því 8 sveitarfélög við Eyjafjörð gerðu með sér samning um stofnun sameiginlegrar barnaverndarnefndar og af því tilefni er 100. fundur nefndarinnar sem haldinn er á morgun miðvikudag hátíðarfundur.  Fundurinn er hefst klukkan 14 og er í bæjarstjórnarsal ráðhússins á Akureyri.

Í tilefni af þessum tímamótum verður kynning á nýju meðferðarúrræði í Eyjafirði fyrir unglinga með hegðunarvandamál.  Einnig munu Sigrún Björk Jakobsdóttir bæjarstjóri og Bragi Guðbrandsson forstjóri barnaverndarstofu undirrita nýjan þjónustusamning milli Akureyrarbæjar og Barnaverndarstofu.  Áskell Örn Kárason sálfræðingur og forstöðumaður barnaverndar flytur erindi um barnaverndarstarf í Eyjafirði og í lokin verða almennar umræður.

Nýjast