Tímamót á Illugastöðum

1. október næstkomandi, láta þau Jón Þórir Óskarsson og Hlíf Guðmundsdóttir af störfum hjá Orlofsbyg…
1. október næstkomandi, láta þau Jón Þórir Óskarsson og Hlíf Guðmundsdóttir af störfum hjá Orlofsbyggðinni eftir rúmlega 48 ára starf. Mynd/Eining iðja

mth@vikubladid.is

Tímamót verða á Illugastöðum næsta haust, en þann 1. október næstkomandi, láta þau jón Þórir Óskarsson og Hlíf Guðmundsdóttir af störfum hjá Orlofsbyggðinni eftir rúmlega 48 ára starf .Þetta kom fram í máli Björns Snæbjörnssonar formanns orlofsbyggðarinnar Illugastaða á aðalfundi sem haldinn var nýverið. 

 „Það er í hugum margra að orlofsbyggðin á Illugastöðum séu Jón og Hlíf. Það verður ekki hægt að koma því í orð hvað við erum þeim hjónum þakklát fyrir allt sem þau hafa gefið þessari byggð. Verið vakandi og sofandi yfir öllum sem hefur verið að gerast og haft mikinn metnað að allt sé eins gott og hægt er. Við óskum þeim velfarnaðar í hinu eilífðar sumarfríi sem framundan er hjá þeim,“ sagði Björn á aðalfundinum.


Athugasemdir

Nýjast