Tilraunir til breytinga á greiðslufyrirkomulagi á hjúkrunarheimilum

Félags- og húsnæðismálaráðherra, Eygló Harðardóttir hefur skipað starfshóp til að útfæra og koma á tilraunaverkefni í samvinnu við eitt eða fleiri hjúkrunarheimili um nýtt fyrirkomulag greiðsluþátttöku íbúa á á dvalar- og hjúkrunarheimilum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá velferðarráðuneytinu.

„Kynntar hafa verið hugmyndir um breytt fyrirkomulag á greiðsluþátttöku íbúa á dvalar- og hjúkrunarheimilum. Með þeim er stefnt að auknu sjálfræði aldraðra með afnámi svokallaðs vasapeningakerfis og því að teknar verði upp sértækar greiðslur fyrir húsaleigu og annan kostnað sem fylgir heimilishaldi. Starfshópnum er falið að útfæra þessar hugmyndir og efna til tilraunaverkefnis um framkævmdina,“ segir jafnframt í tilkynningunni.

Formaður hópsins er Birna Bjarnadóttir. /epe.

 

Nýjast