Tillögur um endurbyggingu óásættanlegar með tilliti til aðgengis fatlaðra
Samstarfsnefnd um ferlimál fatlaðra á Akureyri telur fyrirliggjandi teikningar af Hafnarstræti 98 sem fela ekki í sér aðgengi fyrir alla inn í
húsið, verslun svo og gistirými, óásættanlegar, segir í bókun frá síðasta fundi nefndarinnar. Fyrirhuguð
notkun hússins geti ekki átt að leiða það af sér að aðgengi fatlaðra að húsinu verði ekkert.
Það var skipulagsstjóri sem óskaði eftir umsögn nefndarinnar á umsókn um byggingarleyfi fyrir endurbyggingu á húsinu nr. 98 við Hafnarstræti.