Tillaga um flokksþing líklega borin upp

Á næstu dögum halda framsóknarmenn kjördæmisþing í öllum kjördæmum. Ef samþykkt verður tillaga um að halda skuli flokksþing er skylt að boða til þess samkvæmt lögum Framsóknarflokks þótt flokksþing séu yfirleitt haldin annað hvert ár. Talið er að borin verði upp tillaga á kjördæmisþingi um að halda flokksþing í haust og þar með þrýst á að kosin verði ný flokksforysta. Þetta kemur fram í frétt RÚV.

Framsóknarmenn halda þrjú kjördæmisþing á laugardag, í landsbyggðarkjördæmum, og í kjördæmum á höfuðborgarsvæðinu í næstu viku og miðstjórnarfundur er boðaður 10. september. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um það í Framsóknarflokknum hvort flokksþing verði haldið í aðdraganda kosninganna en á flokksþingi er flokksforysta kosin. Skylt er að boða til flokksþings ef meirihluti kjördæmisþinganna óskar þess. Síðast var haldið flokksþing í apríl 2015 svo næsta flokksþing ætti ekki að vera fyrr en 2017.

Ef þrjú kjördæmisþing samþykkja tillögu um að halda flokksþing er skylt að boða til þess. Samkvæmt heimildum fréttastofu RÚV verður slík tillaga borin upp. 

Nýjast