Tillaga að framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum lögð fyrir Alþingi

Eygló Harðardóttir og Kristín Ástgeirsdóttir framkvæmdastýra Jafnréttisstofu. Myndin tengist fréttin…
Eygló Harðardóttir og Kristín Ástgeirsdóttir framkvæmdastýra Jafnréttisstofu. Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum tilfjögurra ára . Þetta er í sjötta sinn sem slík áætlun er lögð fram. Markmið hennar er að tilgreina þau verkefni sem brýnust eru talin á sviði kynjajafnréttis, Þetta kemur fram í fréttatilkynningu á vef velferðarráðuneytisins.

Þingsályktun um framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum skal fela í sér verkefni sem ætlað er að tryggja jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla í íslensku samfélagi.

„Framkvæmdaáætlunin skiptist í sjö kafla og er þar kynnt 21 verkefni sem áætlað er að framkvæma á gildistíma hennar. Er þessu fyrirkomulagi ætlað að tryggja að áherslur og forgangsröðun stjórnvalda á sviði jafnréttismála birtist með skýrum hætti í framkvæmdaáætluninni,“ segir jafnframt í tilkynningunni.

Fjallað er um samþættingu jafnréttissjónarmiða við alla ákvörðunartöku, stefnumótun í stjórnkerfinu í samræmi við jafnréttislög og áherslu á kynjaða hagstjórn og fjárlagagerð. Gerð er tillaga um úttekt á jafnréttislögum og stjórnsýslu jafnréttismála þar sem kannað verði hvort markmið núgildandi laga og stjórnsýslu jafnréttismála sé í samræmi við alþjóðlega þróun og breytingar í íslensku samfélagi.

Á gildistíma áætlunarinnar er gert ráð fyrir að áfram verði unnið að framkvæmd og eftirfylgni þeirra verkefna sem tilgreind eru í aðgerðaáætlun um launajafnrétti kynja og árangur þeirra metinn. Í framkvæmdaáætluninni er í fyrsta skipti sérstakur kafli um karla og jafnrétti. Markmiðiðið er að auka hlut drengja og karla í öllu jafnréttisstarfi og kanna hvernig öll stefnumótun á sviði jafnréttismála geti betur tekið mið af samfélagslegri stöðu karla. /epe

Nýjast