Tillaga að deiliskipulagi Drottningarbrautarreits auglýst

Bæjarstjórn Akureyrar samþykkti á fundi sínum í gær, tillögu meirihluta skipulagsnefndar þess efnis að tillaga að deiliskipulagi Drottningarbrautarreits, ásamt breytingaruppdrætti af samþykktu deiliskipulagi miðbæjarins og hljóðskýrslu verði auglýst. Haraldur S. Helgason L-lista óskaði bókað á fundi skipulagsnefndar að hann greiði atkvæði gegn tillögunni þar sem hann telur að leyfileg hæð húsa á lóðum A2 - A12 sé of mikil. Að öðru leyti var hann sammála tillögunni.

Ólafur Jónsson D-lista gerði athugasemdir á fundi bæjarstjórnar, við að ekki væri nýtt heimild í aðalskipulagi um 3ja hæða hús á lóðum A2 - A12 og lagði fram tillögu um að málinu yrði frestað og því vísað aftur til skipulagsnefndar. Tillaga Ólafs Jónssonar var borin upp og felld með 9 atkvæðum gegn 2 atkvæðum Ólafs Jónssonar D-lista og Loga Más Einarssonar S-lista.

 

Nýjast