Tilkynningum til barnaverndar á Akureyri fjölgar umtalsvert

Talsverð fjölgun er um tilkynningar til barnaverndar á Akureyri.
Talsverð fjölgun er um tilkynningar til barnaverndar á Akureyri.

Umtalsverð aukning er á milli ára í fjölda tilkynninga til Barnaverndar á Akureyri og mála sem voru opnuð að frumkvæði barnaverndar. Fjöldi þessara mála var 471, þar af voru tilkynningar 450 en voru 368 árið áður. Barnaverndartilkynningum hefur farið fjölgandi hin síðari ár en aldrei verið eins margar og nú. Áskell Örn Kárason, forstöðumaður barnaverndar á Akureyri, segir í samtali við Vikudag að vandinn sé áþreifanlegur. Lengri frétt um málið má nálgast í prentútgáfu Vikudags.

-Vikudagur, 18. ágúst

Nýjast