Tilboð í gerð Vaðlaheiðarganga opnuð á morgun
Á morgun þriðjudag, verða opnuð tilboð í gerð Vaðlaheiðarganga. Sex aðilar lýstu yfir áhuga á að gera tilboð í verkið og reyndust þeir allir hæfir. Per Aarsleff - JKP JV frá Danmörku og Færeyjum, hafa dregið ósk sína til baka. Tvö íslensk fyrirtæki bjóða í verkið, Ístak og Norðurverk, ÍAV er í samstarfi með svissnesku fyrirtæki, Marti Contractors Lts, Suðurverk og Metrostav a.s í Tékklandi eru saman og fimmti aðilinn er Leonhard Nilsen & Sonner AS í Noregi.
Á bak við Norðurverk eru sex fyrirtæki í Eyjafirði. Fyrirtækin eru: Árni Helgason ehf., SS Byggir ehf., Skútaberg ehf, GV Gröfur ehf, Rafeyri ehf. og Norðurbik ehf. Um er að ræða jarðgangagerð milli Eyjafjarðar og Fnjóskadals ásamt byggingu tilheyrandi forskála og vega. Jarðgöngin verða 9,5 m breið og 7,2 km löng, steinsteyptir vegskálar verða um 320 m langir og vegir um 4 km. Upphaflega átti að opna tilboðin í síðustu viku en því var frestað um viku.