Til skoðunar að leggja af kostaðarþátttöku foreldra
Á fundi fræðslunefndar Norðurþings sem fram fór í dag miðvikudag var tekið til umfjöllunar hvatningarbréf Velferðarvaktarinnar þar sem hvatt er til þess að leggja af kostnaðarþátttöku foreldra í ritfangakaupum eða halda henni í lágmarki. Vísað er til erindis frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga sem nefndin hafði til umfjöllunar á fundi sínum 3. maí sl. þar sem óskað er eftir því að nefndin kanni hvernig kröfum grunnskóla sveitarfélagsins er háttað varðandi ritfangakaup nemenda. Eftirfarandi var fært til bókar:
„Jafnframt því að vísa til bókunar sinnar vegna erindis Sambands íslenskra sveitarfélaga á fundi sínum þann 11. maí sl. felur fræðslunefnd fræðslufulltrúa að óska eftir því við skólastjórnendur að kanna hvaða kostnaðarauka það hafi í för með sér fyrir skólana ef kostnaðarþátttaka foreldra í ritfangakaupum yrði lögð af. Einnig að kanna hvort innkaupalista sé hægt að samræma hjá skólum sveitarfélagsins og huga betur að því hvaða gögn skólinn útvegi nemendum.“