Þuríður býður sig fram í 2. sæti í forvali VG

Þuríður Backman, alþingismaður, hefur ákveðið að bjóða sig  fram í 2. sæti í forvali Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í Norðausturkjördæmi vegna Alþingiskosninganna í vor. Í síðustu alþingiskosningum var Þuríður í 2. sæti. Þuríður hefur setið á þingi fyrir VG frá árinu 1999, fyrst sem þingmaður Austurlands og síðan 2003 þingmaður Norðausturkjördæmis.  

Hlynur Hallsson hefur ákveðið að gefa kost á sér í forvali VG í Norðausturkjördæmi og sækist eftir því að skipa 1.-3. sæti listans og Björn Valur Gíslason ætlar einnig að taka taka þátt og stefnir á að skipa 2.-3. sæti á lista flokksins.

Þuríður sat í Heilbrigðis- og trygginganefnd á árunum 1999-2007, í landbúnaðarnefnd 1999-2003. Þuríður er svo núverandi formaður heilbrigðisnefndar Alþingis sem og á hún sæti í  félags- og tryggingamálanefnd og menntamálanefnd.

Nýjast