30 stúdentar útskrifuðust frá Framhaldsskólanum á Húsavík skólanum í gær, laugardag. Ingólfur Freysson, kennari við skólann stýrði samkomunni í Húsavíkurkirkju, þar sem skólameistari, aðstoðarskólameistari og nemendur skólans að fornu og nýju fluttu ávörp. Ófeigur Óskar Stefánsson útskrifaðist með hæstu einkunn á stúdentsprófi.
Í ræðum sínum komu Jóney Jónsdóttir, skólameistari og Herdís Þ. Sigurðardóttir báðar inn á þrönga fjárhagsstöðu skólans en boðuðu frekara samstarf við aðra skóla og ítrekuðu mikilvægi þess að líta björtum augum fram á veginn. Óskar Páll Davíðsson flutti ræðu fyrir hönd nýstúdenta auk þess sem nemendur skólans fluttu tónlistaratriði.
Nánar verður fjallað um útskriftina í næsta Skarpi. JS