Nú þegar hefur fengist góð reynsla af notkun vélanna, en tvær þeirra voru settar upp og tengdar fyrir liðna verslunarmannahelgi. Þriðju vélina er verið að taka í notkun þessa dagana. Daníel Guðjónsson, yfirlögregluþjónn á Akureyri, segir þennan búnað afar mikilvægan fyrir lögregluna og hann fagnar þessu framtaki Íslenskra verðbréfa og Akureyrarbæjar.