Þrjár löggæslumyndavélar settar upp í miðbæ Akureyrar

Þrjár löggæslumyndavélar hafa verið settar upp í miðbæ Akureyrar og eru þær beintengdar lögreglustöðinni á Akureyri. Íslensk verðbréf hf. og Akureyrarbær tóku höndum saman um kaup og uppsetningu myndavélanna og er heildarkostnaður um 1,7 milljónir króna.  

Nú þegar hefur fengist góð reynsla af notkun vélanna, en tvær þeirra voru settar upp og tengdar fyrir liðna verslunarmannahelgi. Þriðju vélina er verið að taka í notkun þessa dagana. Daníel Guðjónsson, yfirlögregluþjónn á Akureyri, segir þennan búnað afar mikilvægan fyrir lögregluna og hann fagnar þessu framtaki Íslenskra verðbréfa og Akureyrarbæjar.

Nýjast