Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, hefur valið 40 manna undirbúningshóp fyrir úrslitakeppni EM sem fram fer í Finnlandi 23. ágúst til 10. september en hópurinn verður skorinn niður í 22 leikmenn áður haldið verður til Finnlands.
Þór/KA á þrjá fulltrúa í þessum hópi en þeir eru Rakel Hönnudóttir, Arna Sif Ásgrímsdóttir og Silvía Rán Sigurðardóttir. Rakel hefur leikið þónokkra leiki með A- landsliði Íslands en þær Arna og Sif hafa báðar leikið með yngri landsliðunum.