Þrír leikmenn sömdu við Þór/KA

Andri Hjörvar Albertsson þjálfari, Arna Kristinsdóttir, Ísfold Marý Sigtryggsdóttir og Jakobína Hjör…
Andri Hjörvar Albertsson þjálfari, Arna Kristinsdóttir, Ísfold Marý Sigtryggsdóttir og Jakobína Hjörvarsdóttir. Mynd: Páll Jóhannesson.

Þrjár ungar knattspyrnukonur undirrituðu nýlega leikmannasamning við Þór/KA, þær Arna Kristinsdóttir, Ísfold Marý Sigtryggsdóttir og Jakobína Hjörvarsdóttir. Samningur Örnu er til þriggja ára, en Ísfold og Jakobína semja til tveggja ára.

Arna Kristinsdóttir (2000) er miðvörður og hefur spilað 55 leiki með Hömrunum í 1. og 2. deild 2017-2020, auk 21 leiks í Kjarnafæðismótinu og Lengjubikar. Arna á einnig að baki fjölmarga leiki með Þór/KA/Hömrunum í 2. flokki og varð Íslands- og bikarmeistari með liðinu 2017 og Íslandsmeistari 2019. Jakobína Hjörvarsdóttir (2004) og Ísfold Marý Sigtryggsdóttir (2004) hafa verið viðloðandi meistaraflokk um nokkurn tíma þrátt fyrir ungan aldur.

Greint er frá þessu á vef Þórs.

 


Athugasemdir

Nýjast