Þrír frá Þór í U21-árs landsliðshópinn

Landsliðshópur U21-árs landsliðs karla í knattspyrnu verður tilkynntur í dag á heimasíðu KSÍ fyrir næstu verkefni liðsins í undankeppni Evrópumótsins. Samkvæmt heimildum Vikudags verða þrír leikmenn Þórs valdir í liðið, en þetta eru þeir Atli Sigurjónsson miðjumaður, Gísli Páll Helgason varnarmaður og framherjinn Jóhann Helgi Hannesson.

Allir hafa þessir þrír leikmenn leikið lykilhlutverk með Þórsliðinu í Pepsi-deildinni í sumar.

Nýjast