Þriðji maðurinn í Mjólkursamlagi KÞ

Gunni Valda er til hægri á þessari mynd Þorgeirs Baldurssonar og konan t.v. tengist honum ekki á nok…
Gunni Valda er til hægri á þessari mynd Þorgeirs Baldurssonar og konan t.v. tengist honum ekki á nokkurn hátt.

Forvitni er eiginleiki sem stundum er sproksettur og talinn neikvæður, en er í raun aflvaki allra framfara á jörðinni. Það þykir hinsvegar jákvætt að vera fróðleiksfús, sem er raunar nákvæmlega það sama og að vera forvitinn.

Einhver besta skilgreining á fróðleiksfúsum manni, var höfð um þann mikla heiðursmann, Gunnar nokkurn Valdimarsson, fyrrum starfsmann Mjólkursamlags KÞ á Húsavík, en um hann var sagt: „Þar sem tveir menn eru á tali, þá er Gunni ævinlega þriðji maðurinn!“ JS

 


Nýjast