Magni tapaði sínum þriðja leik í röð í 2. deild karla í knattspyrnu er liðið lá gegn Njarðvík 2-1 á
Njarðtaksvelli í gær. Þorsteinn Þorvaldsson kom Magna yfir í fyrri hálfleik en heimamenn skoruðu tvívegis í seinni hálfleik og
lokatölur 2-1 sigur Njarðvíks. Eftir sjö umferðir hefur Magni sjö stig í 9. sæti deildarinnar.
Um áramót tóku gildi breytingar á gjaldskrám Norðurorku. Þessar hækkanir koma til ,,vegna greiningar á rekstrarkostnaði og vísitölum og að teknu tilliti til fjárfestingaáætlana"
Alls fæddust 389 börn á Sjukrahúsinu á Akureyri á nýliðnu ári, tvennir tvíburar fæddust árið 2025. Þetta eru aðeins færri fæðingar en voru árið 2024 en þá fæddust 397 börn á SAk.
Dregið hefur verið úr innsendum lausnum í Jólakrossgátu Vikublaðsins, en fjöldi innsendra lausna hefur líklega aldrei verið meiri í tíð þess sem hér slær inn þennan texta ( frá árinu 2008) og það er ljóst að krossgátur njóta vinsælda.
Kæru kirkjugestir
Aðventan er að baki og sjálf jólin standa yfir með sínum hátíðarblæ og fallegu jólaskreytingum sem lýsa upp umhverfið í myrkasta skammdeginu. Það er eitthvað við þennan tíma ársins, þessa dimmustu vetrardaga og gleðina sem jólahátíðin færir okkur. Svo hækkar sólin smátt og smátt á lofti, nýárssólin sem vermir okkur fyrstu janúardagana og gefur fyrirheit um bjarta tíma.
Fyrir marga snúast hátíðirnar um samveru ástvina, þar sem tímanum er varið saman í miðdegislúra eða púsluspil og borðaður er góður matur við hlátrasköll og gantaskap. En það komast ekki allir heim um jólin. Hvort sem það er vegna fjarlægðar, vinnu, ferðalaga eða bara óútreiknanleika lífsins, þá getur reynst einmanalegt að vera fjarri sínum nánustu á þessum tíma árs.