Þriðja tap Magna í röð

Magni tapaði sínum þriðja leik í röð í 2. deild karla í knattspyrnu er liðið lá gegn Njarðvík 2-1 á Njarðtaksvelli í gær. Þorsteinn Þorvaldsson kom Magna yfir í fyrri hálfleik en heimamenn skoruðu tvívegis í seinni hálfleik og lokatölur 2-1 sigur Njarðvíks. Eftir sjö umferðir hefur Magni sjö stig í 9. sæti deildarinnar.

Nýjast