Þrettán smit af Covid-19 veirunni eru staðfest á Norðurlandi eystra og 412 eru í sóttkví. Tvö smit hafa því bæst við á síðasta sólarhring. Á landinu öllu er smitin orðin 802 og alls 9.889 í sóttkví.
Sjúkrahúsið á Akureyri vill ítreka að mjög mikið álag er á bráðamóttökuna þessa dagana og ákaflega mikilvægt er að leita ekki þangað nema að brýn þörf sé á. Í vafatilfellum skal hringja í upplýsingasímann 1700.
Gagnaversfyrirtækið atNorth vann umhverfisverðlaun Data Center Dynamics (DCD) fyrir nýstárlega og ábyrga hönnun gagnavers fyrirtækisins á Akureyri. Í þessum flokki atti atNorth kappi við þrjú önnur alþjóðleg gagnaversfyrirtæki. Þá var gagnaver atNorth á Akureyri líka tilnefnt í flokki gagnaversverkefna ársins í Evrópu.
Hjá bókaútgáfunni Hólum er komin út bókin Með frelsi í faxins hvin - Riðið í strauminn með Hermanni Árnasyni .
Bókin segir frá Hermanni Árnasyni frá Vík og Hvolsvelli sem hefur stundað hestamennsku frá blautu barnsbeini.
Akureyrarbær hlaut á dögunum styrk að upphæð kr. 1,9 m.kr. úr uppbyggingarsjóði Sóknaráætlunar Norðurlands eystra til verkefnis sem kallast „Velkomin til Akureyrar“. Það snýst um stuðla að samstarfi fyrirtækja og stofnana um hvernig megi best taka á móti starfsfólki sem er af erlendu bergi brotið. Samstarfsaðilar verkefnisins eru ásamt Akureyrarbæ, SÍMEY, Sjúkrahúsið á Akureyri, Kjarnafæði Norðlenska og Bílaleiga Akureyrar.