Þremur sagt upp hjá N4

Þrem­ur starfs­mönn­um N4 hef­ur verið sagt upp störf­um vegna hagræðing­ar í rekstri. Alls störfuðu fimmtán hjá fjöl­miðlafyr­ir­tæk­inu sem er með þessu að bregðast við því óör­yggi sem er í rekstri fjöl­miðla að sögn Maríu Bjark­ar Ingva­dótt­ur, fram­kvæmda­stjóra N4. 

Frá þessu er greint á mbl.is.

Upp­sagn­irn­ar taka gildi á næstu þrem­ur mánuðum, en starfs­menn­irn­ir voru með eins til þriggja mánaða upp­sagn­ar­frest. María seg­ir í sam­tali við mbl.is að hún hafi boðið starfs­fólk­inu að koma aft­ur inn sem verk­tak­ar í verk­efni þegar þau komi inn, en tökumaður og starfsmaður í sölu­deild eru á meðal þeirra sem sem var sagt upp.

María seg­ir að N4 muni halda sínu striki í dag­skrár­gerð.

„Þetta teng­ist fyrst og fremst öðrum verk­efn­um sem við höf­um verið að sinna held­ur en sjón­varps­rekstr­in­um. Held­ur meira þess­um fram­leiðslu­verk­efn­um sem við höf­um verið að gera, sem koma ekki inn fyr­ir­fram pöntuð,“ seg­ir María og bæt­ir við að þau hafi ekki verið nægi­lega stöðug að und­an­förnu. Þetta snú­ist fyrst og síðast um hagræðingu í rekstri.

Fram kem­ur á vef N4, að N4 ehf. reki þrjá miðla; N4 Dag­skrá, N4 Lands­byggðir og N4 Sjón­varp. Einnig reki fyr­ir­tækið graf­íska hönn­un­ar­deild og fram­leiðslu­deild þar sem fram­leitt er inn­lent sjón­varps­efni, kynn­ing­ar- og aug­lýs­inga­efni.

Nýjast