24. júlí, 2009 - 09:55
Fréttir
Frjálsíþróttakappinn Þorsteinn Ingvarsson úr HSÞ setti nýtt íslenskt met í 60 m hlaupi, á sérstöku móti
sem haldið var í hálfleik í leik Þórs og KA í 1. deild karla í knattspyrnu á Þórsvellinum sl. miðvikudagskvöld.
Þorsteinn hljóp vegalengdina á 6,90 sek.
Þar sem þetta er besti árangur sem náðst hefur í þessari grein utanhúss, setti Þorsteinn nýtt íslenskt met í greininni.
Meðvindur var innan löglegra marka, eða 1,2 m/sek. Fyrra metið átti Einar Þór Einarsson Ármanni, 6,99 sek. frá 1993.