Þorsteinn Gunnarsson ráðinn sveitarstjóri Skútustapahrepps

Þorsteinn Gunnarsson nýráðinn sveitastjóri Skútustaðahrepps.
Þorsteinn Gunnarsson nýráðinn sveitastjóri Skútustaðahrepps.

Þorsteinn Gunnarsson hefur verið ráðinn sveitarstjóri Skútustapahrepps. Alls bárust 23 umsóknir um starfið. Ráðningin var gerð í samstarfi við Capacent sem hafði umsjón með úrvinnslu umsókna.

Þorsteinn er 50 ára sviðsstjóri og hefur í tæp 9 ár starfað hjá Grindavíkurbæ, fyrst sem upplýsinga- og þróunarfulltrúi og svo sem sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs og hefur því víðtæka reynslu innan stjórnsýslunnar. Hann starfaði um árabil í fjölmiðlum, m.a. á Stöð 2. Hann er með meistarapróf í verkefnisstjórnun (MPM) og diplóma og í opinberri stjórnsýslu og lærði fjölmiðlafræði í Svíþjóð á sínum tíma.

Þorsteinn hefur setið í fjölmörgum nefndum og ráðum, m.a. í stjórn Ferðamálasamtaka Reykjaness og Reykjanes Geopark. Eiginkona hans er Rósa Signý Baldursdóttir grunnskólakennari og eiga þau þrjú börn.

Nýjast