Þórsarar styrkja hópinn

Leikmannahópur Þórs í 1. deild karla í körfubolta fer ört stækkandi en eftir afleitt gengi í byrjun tímabilsins hafa norðanmenn brugðið á það ráð að styrkja liðið með tveimur erlendum leikmönnum sem verða að öllum líkindum með í næsta leik á föstudaginn kemur. Þetta eru Bandaríkjamaðurinn Spencer Harris sem er leikstjórnandi og Serbinn Darko Milosevic. Darko lék tvö síðustu tímabil með KFÍ en Harris hefur ekki leikið áður hér á landi.

Þá hefur Atli Rafn Hreinsson bæst í hóp Þórs en hann lék áður með liði Snæfells og einnig hefur Bjarni Konráð Árnason tekið fram skóna á nýju, og var t.a.m. stigahæstur í liði Þórs í tapleiknum gegn Blikum á dögunum. Þetta er gríðarlegur liðsstyrkur fyrir Þór sem bíður enn eftir fyrstu stigum sínum í deildinni.

Nýjast