Þórsarar lögðu Ármann að velli í Höllinni

Stefán Karel Torfason leikmaður Þórs gerir harða atlögu að körfunni í leiknum gegn Ármanni í kvöld.
Stefán Karel Torfason leikmaður Þórs gerir harða atlögu að körfunni í leiknum gegn Ármanni í kvöld.

Þórsarar lögðu Ármann að velli í kvöld með ellefu stiga mun, 95-84, er liðin áttust við í Íþróttahöllinni á Akureyri í 1. deild karla í körfuknattleik. Spencer Harris var stigahæstur Þórsara í leiknum með 27 stig en Eric James Palm skoraði 26 stig. Hjá liði Ármanns var Árni Þór Jónsson stigahæstur með 21 stig. Þórsarar fara með sigrinum í sex stig upp að hlið FSu í áttunda til níunda sæti deildarinnar en Ármann hefur áfram tvö stig í neðsta sæti.

Nýjast