Þórsarar lágu á Kaplakrikavelli

Þór tapaði sínum þriðja leik í röð í Pepsi-deild karla í knattspyrnu er liðið lá gegn FH á Kaplakrikavelli í dag í 16. umferð deildarinnar. FH vann leikinn 2:0 en það var Atli Viðar Björnsson sem skoraði bæði mörk liðsins á þriggja mínútna kafla undir lok leiksins. Þórsarinn Ingi Freyr Hilmarsson var rekinn að velli en hann fékk sitt annað gula spjald á 90. mínútu og þar með rautt, en áður hafði Björn Daníel Sverrisson fengið rautt spjald í liði FH snemma í seinni hálfleik.

Marga sterka leikmenn vantaði í lið Þórs í dag sem er áfram í áttunda sæti deildarinnar með 17 stig en FH hefur 28 stig í þriðja sæti.

Einnig áttust við í dag ÍBV og Keflavík í Eyjum þar sem ÍBV hafði betur 2:1.

Nýjast