Þórsarar fallnir niður í 1. deild

Sveinn Elías Jónsson skoraði mark Þórs í dag sem dugði skammt.
Sveinn Elías Jónsson skoraði mark Þórs í dag sem dugði skammt.

Þórsarar féllu úr Pepsi-deild karla í knattspyrnu í dag þegar lokaumferð deildarinnar fór fram. Þór sótti Keflavík heim þar sem heimamenn höfðu betur 2-1. Keflavík komst í 2-0 eftir 16. mínútna leik með mörkum frá þeim Jóhanni Birni Guðmundssyni og Magnúsi Þorsteinssyni. Sveinn Elías Jónsson minnkaði muninn fyrir Þór skömmu síðar en nær komust þeir ekki. Þar sem Grindavík gerði sér lítið fyrir og skellti ÍBV 0-2 í Eyjum á sama tíma og Fram unnu Víkinga 2-1 enda Þórsarar í ellefta og næstneðsta sæti og leika því í 1. deildinni á næsta ári.

Eftir að hafa komist í úrslit Valitor-bikarsins og tryggt sér Evrópusæti er þetta gríðarlegt áfall fyrir norðanmenn en eftir ágætan gengi framan af sumri misstu norðanmenn dampinn og fylgja því Víkingum niður um deild.

Nýjast