Þórsarar fá Valsmenn í heimsókn í kvöld

Fimm leikir fara fram í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í kvöld. Á Þórsvelli tekur Þór á móti liði Vals og hefst leikurinn kl. 19:15. Valur er í öðru sæti deildarinnar með 18 stig, tveimur stigum frá toppliði KR, og er á mikilli siglingu í deildinni eftir fjóra sigra í röð. Þórsarar hafa einnig verið uppleið eftir slæma byrjun og ekki tapað leik síðan í endan maí og eru í níunda sæti með átta stig. Það gæti því orðið fróðlegur og spennandi leikur á Þórsvelli í kvöld.

 

Leikir kvöldsins:

Keflavík-Fram kl. 19:15 Nettóvöllurinn

FH-Grindavík 19:15 Kaplakrikavöllur

Þór-Valur kl. 19:15 Þórsvöllur

Víkingur R.-Breiðablik kl. 19:15 Víkingsvöllur

Stjarnan-Fylkir kl. 20:00 Stjörnuvöllur

Nýjast