Þórsarar fá Eyjamenn í heimsókn í kvöld

Þrír leikir fara fram i sjöundu umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu í kvöld en þetta er jafnframt síðasta umferð deildarinnar fyrir þriggja vikna hlé vegna EM U21 árs landsliða. Á Þórsvelli taka heimamenn á móti ÍBV og hefst leikurinn kl. 19:15. Eyjamenn hafa byrjað sumarið vel og er í öðru sæti deildarinnar með 13 stig eftir sex leiki, stigi á eftir toppliði KR. Þór er í næstneðsta sæti með þrjú stig eftir fimm leiki.

Þetta er aðeins annar heimaleikur Þórs á tímabilinu en ljóst var fyrir mót að liðið þyrfti að nýta heimavöllinn vel til þess að halda sér í deildinni. Eyjamenn hafa hins vegar verið afar sterkir á útivelli það sem af er móts og því gæti róðurinn orðið þungur í kvöld fyrir norðanmenn.

Leikir kvöldsins í Pepsi-deild karla:

Þór-ÍBV 19:15 Þórsvöllur

Breiðablik-Fram 19:15 Kópavogsvöllur

KR-FH 20:00 KR-völlur

Þá fara einnig fjórir leikir fram í 1. deild karla í kvöld, þar sem KA-menn sækja Þróttara heim á Valbjarnarvöllinn. Liðin eru jöfn að stigum í fjórða og fimmta sæti, bæði með sjö stig eftir fjóra leiki.

Leikir kvöldsins í 1. deild karla:

19:00 BÍ/Bolungarvík - ÍA (Torfnesvöllur)
19:00 Haukar - Fjölnir (Ásvellir)
19:30 Þróttur - KA (Valbjarnarvöllur)
20:00 ÍR - Grótta (ÍR-völlur)



Nýjast