Þórsarar áfram í bikarnum

Karlalið Þórs í körfubolta tryggði sér í kvöld sæti í 16-liða úrslitum Subway bikarkeppni KKÍ með sigri á FSu á útivelli með 63 stigum gegn 55 í 32-liðaúrslitum.

Eins og tölurnar gefa vel til kynna var það sterkur varnarleikur sem skóp þennan kærkomna sigur fyrir Þórsara sem fyrir þennan leik höfðu tapað síðustu tveimur leikjunum þar á undan í deildinni.

Á heimasíðu Þórs www.thorsport.is er vitnað í Kára Þorleifsson, formann körfuknattleiksdeildar Þórs sem var á leiknum.

,,Að Sögn Kára Þorleifssonar formanns körfuknattleiksdeildar sem var á leiknum var þetta hreint út sagt rosalegur leikur. Strögl framan af leik rétt eins og þegar liðin mættust í íþróttahöllinni fyrr í vetur þar sem Þór tryggði sér sigurinn á lokakafla leiksins. Kári sagði að bæði lið hafi spilað mjög agressifa vörn. Þórsarar fóru inní 4. og síðasta leikhlutann alveg kolbrjálaðir eins og Kári orðaði það og menn ætluðu ekki að láta leikinn endurtaka sig frá því í leiknum á móti Tindastóli.
Það er rosaleg stemming í hópnum og í klefanum eftir leik þvílík stemming í liðinu. Það verður ólíkt skemmtilegra að keyra heim eftir þennan leik en undanfarið,"
segir á www.thorsport.is

Cedric Isom var atkvæða mestur leikmanna Þórs með 30 stig, Guðmundur Jónsson var næst stigahæstur með 18 stig.

Nýjast