Þorlákur siglingamaður ársins
Þorlákur Sigurðsson, siglingamaður frá Nökkva, var valinn siglingamaður ársins 2011 á uppskeruhátíð Siglingasambands Íslands á dögunum. Þorlákur sýndi afburða takta á árinu í Laser Radial og náði góðum árangri á öllum mótum. Þorlákur hefur verið einn af bestu siglurum Nökkva í gegnum árin og þykir einn efnilegasti siglari landsins.