Þór/KA úr leik í bikarkeppninni

Þór/KA er úr leik í Visa-bikarkeppni kvenna í knattspyrnu, eftir tap gegn Breiðabliki í átta liða úrslitum í Kópavogi í kvöld. Breiðablik vann leikinn 2-1 og skoraði liðið fyrra mark sitt eftir aðeins um 30 sekúndna leik. Breiðablik komst í 2-0 áður en Bojana Besic minnkaði muninn fyrir Þór/KA úr vítaspyrnu á 83. mínútu. Breiðablik er því komið í undanúrslit ásamt Val, Stjörnunni og Fylki.

Nýjast