Þór/KA úr leik

Frá viðureign Þór/KA og Zorkij á Þórsvelli. Mynd/Sævar Geir
Frá viðureign Þór/KA og Zorkij á Þórsvelli. Mynd/Sævar Geir

Þór/KA er úr leik í Meistaradeild kvenna í knattspyrnu eftir 1-4 tap gegn rússneska liðinu FC Zorkij í 32-liða úrslitum í dag. Þetta var seinni leikur liðanna en leikið var ytra. Zorkij komst í 3-0 en Arna Sif Ásgrímsdóttir minnkaði muninn fyrir Þór/KA snemma í síðari hálfleik. Rússnesku stúlkurnar áttu hins vegar lokaorðið og unnu einvígið samtals 6-2.  

Nýjast