Þór/KA til Rússlands

Stúlkurnar í Þór/KA mæta rússneska liðinu Zorkiy í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu en dregið var í morgun. Langt ferðalag býður Þórs/KA en rússneska liðið kemur frá bæ skammt frá Moskvu. Sigurvegarinn úr viðureigninni mætir annað hvort PK-35 Vantaa frá Finnlandi eða Birmingham frá Englandi í 16-liða úrslitum. Þetta er annað árið í röð sem íslenskt lið mætir Zorkiy en Stjarnan tapaði fyrir Rússunum í fyrra. Leikið er heima og heiman og fara leikirnir fram í október.

Nýjast