Þór/KA sækir Blika heim í kvöld
Það fer heil umferð fram í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu í kvöld en þá hefst sjöunda umferð deildarinnar. Tveir leikir hefjast kl. 18:00 en þá mætast annars vegar Breiðablik og Þór/KA á Kópavogsvelli og hins vegar ÍBV og Grindavík á Hásteinsvelli. Aðrir leikir hefjast kl. 19:15.
Þór/KA er í fjórða sæti deildarinnar með níu stig, en liðið komst á sigurbraut í síðustu umferð með 3:1 sigri gegn Aftureldingu. Breiðablik hefur einnig átt í basli og er með sjö stig í fimmta sæti deildarinnar. Leikurinn er því mikilvægur fyrir bæði lið í að gera atlögu að toppbaráttunni.
Staðan á toppnum er þannig að Valur er í efsta sæti með 16 stig, Stjarnan hefur 15 stig í öðru sæti og ÍBV 13 stig í því þriðja.
Leikir kvöldsins:
ÍBV-Grindavík kl. 18:00 Hásteinsvöllur
Breiðablik-Þór/KA kl. 18:00 Kópavogsvöllur
KR-Fylkir kl. 19:15 KR-völlur
Þróttur R.-Valur kl. 19:15 Valbjarnarvöllur
Afturelding-Stjarnan kl. 19:15 Varmárvöllur