Þór/KA og Fylkir mætast í bikarnum
Í dag var dregið í 16 liða úrslitum Valitor bikars kvenna í knattspyrnu í höfuðstöðum KSÍ. Þór/KA fékk heimaleik gegn Fylki, en liðin mættust einmitt í deildarleik á dögunum þar sem Þór/KA vann 3:1 á heimavelli.
Bikarmeistarar Vals sækja Blika heim í Kópavoginn en þessi félög hafa oftast hampað þessum titli, Valur 11 sinnum og Breiðablik 9 sinnum.
Leikirnir í 16 liða úrslitum eru:
ÍBV - Völsungur
Þór/KA - Fylkir
Stjarnan - Þróttur R.
Breiðablik - Valur
Selfoss - KR
Sindri - Afturelding
Fjölnir - Grindavík
FH - ÍA
Leikirnir fara fram dagana 18. og 19. júní.