Þór/KA mætir Turbine Potsdam í 32-liða úrslitum Meistaradeildarinnar

Þór/KA mætir þýsku meisturunum í FFC Turbine Potsdam í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu, en dregið var nú í hádeginu. Valur mætir skoska liðinu Glasgow City. Komist Þór/KA áfram mætir liðið sigurvegaranum úr viðureign Glasgow og Vals í 16-liða úrslitum. Fyrri leikirnir í 32-liða úrslitunum fara fram 28-29. september og síðari leikirnir viku síðar, en Þór/KA leikur fyrri leikinn á heimavelli.

Þór/KA er að fara að mæta einu sterkasta kvennaliði Evrópu, en Turbine Potsdam hefur unnið þýsku deildina sl. þrjú ár og hafnaði í öðru sæti í Meistaradeildinni í fyrra.

Nýjast