Þór/KA mætir Stjörnunni í bikarnum

Sandra María Jessen. Mynd/skjáskot af ÞórTv
Sandra María Jessen. Mynd/skjáskot af ÞórTv

Þór/KA sækir lið Stjörnunnar heim í 8 liða úrslitum Borgunarbikars kvenna í knattspyrnu í leik sem fram fer á Samsungvellinum og hefst klukkan 18:00 í dag

Það er óhætt að fullyrða að hér sé um stórleik umferðarinnar að ræða enda eru þetta tvö af bestu liðum landsins. Þór/KA með afgerandi forystu í Pepsídeildinni og Stjarnan í þriðja sæti.

Leið liðanna í 8 úrslitum var þannig að Stjarnan lagði KR á útivelli örugglega 1-5 en Þór/KA skellti bikarmeisturum síðasta árs, Breiðablik í leik á útivelli 1-3.

„Þessi lið mættust í átta liða úrslitum árið 2015 og þá höfðu Stjörnukonur betur 3-2 í leik sem fram fór í Garðabæ. En síðasta viðureign liðanna fór fram fyrr í sumar eða í 7. umferð Pepsí deildarinnar í leik sem fram fór í Garðabæ. Skemmst er frá því að segja að stelpurnar okkar unnu afar sætan 1-3 sigur með mörkum frá Stephany Mayor, Huldu Ósk og Nataliu Comez en mark Stjörnunnar gerði Agla María Albertsdóttir,“ segir á heimasíðu Þórs.

Bæði liðin fögnuðu 1-0 sigrum í síðustu umferð deildarinnar. Stjarnan lagði Fylki á heimavelliog Þór/KA sótti þrjú stig í Kaplakrika gegn FH.

Það er um að gera að fjölmenna á völlinn og hvetja stelpurnar til sigurs. Stuðningsmenn hafa verið frábærir það sem af er sumri og ekki ástæða til að ætla að breytirng verði þar á í dag.

Hér að neðan má sjá viðtöl ÞórTv við Donna Þjálfara og Söndru Maríu Jessen.


Athugasemdir

Nýjast