Þór/KA innbyrti sín fyrstu stig í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu er liðið lagði Grindavík, 2:1, á Grindavíkurvelli í dag í annarri umferð deildarinnar. Rakel Hönnudóttir og Marisha Hodge-Schumacher skoruðu mörk Þórs/KA í leiknum en mark Grindavíkur gerði Shaneka Gordon. Þór/KA hefur þrjú stig eftir tvær umferðir en Grindavík eitt stig. Önnur umferð Pepsi-deildarinnar klárast á morgun með fjórum leikjum.