Þór/KA fær Fylki í heimsókn í kvöld

Þór/KA tekur á móti Fylki í kvöld er liðin mætast á Þórsvellinum í Pepsi- deild kvenna í knattspyrnu. Aðeins þrjú stig skilja liðin að fyrir leikinn, Þór/KA hefur 25 stig í fjórða sæti deildarinnar en Fylkir er sæti neðar með 22 stig. Það má því búast við hörkurimmu milli þessara liða í kvöld. Frítt er á völlinn og er fólk hvatt til þess að mæta og styðja við bakið á stelpunum. Leikurinn hefst kl. 18.15.

Nýjast