Þór/KA fær Aftureldingu í heimsókn
Heil umferð fer fram í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Á Þórsvelli tekur Þór/KA á móti Aftureldingu kl.
18:30. Ekkert hefur gengið hjá Þór/KA í síðustu leikjum, liðið hefur tapað tveimur deildarleikjum í röð og er
dottið út úr bikarkeppninni. Fyrir leikinn í kvöld er Þór/KA í sjötta sæti með sex stig og Afturelding í næstneðsta
sæti með níu stig.
„Við verðum bara að horfa blákalt á þá staðreyndir að ef við erum ekki að fara að taka þrjú stig í kvöld er bara hrein og klár fallbarátta framundan,” segir Hlynur Svan Eiríksson þjálfari Þórs/KA um leikinn í kvöld, en nánar er rætt við hann í Vikudegi í dag.
Leikir kvöldsins í Pepsi-deild kvenna:
Stjarnan-ÍBV
Þór/KA-Afturelding
Grindavík-KR
Fylkir-Þróttur R.
Valur-Breiðablik