Þór vann gríðarlega mikilvægan sigur á Tindastól

Þórsarar unnu í kvöld gríðarlega mikilvægan útisigur á Tindastóli á Sauðárkróki í Iceland Expressdeild karla í körfubolta. Sigurinn, sem var sá fyrsti hjá Þór í deildinni síðan í lok nóvember, gefur liðinu góða von á því að halda sæti í sínu í deildinni en liðið er eftir leiki dagsins fjórum stigum frá öruggu sæti í deildinni og á tvo næstu leiki á heimavelli.

Á heimasíðu Þórs segir um leikinn:

,,Fyrir leikinn var staða Þórs þannig að tap í leiknum þýddi fall úr úrvalsdeildinni en sigur myndi færa liðinu möguleika á að halda sæti sínu í deildinni. Skemmst er frá því að segja að Þórsliðið mætti gríðarlega ákveðið til leiks og gerði það sem gera þurfti og sótti sigur á Krókinn. Menn eins og Óðinn Ásgeirsson og Hrafn Jóhannesson sem hafa átt við meiðsl og veikindi að stríða að undanförnum völdu heldur betur leikinn til að stíga upp og sýna hvað í þeim býr. Óðinn var algerlega frábær í kvöld og skoraði  26 stig og tók 13 fráköst og Hrafn  skoraði 10 stig. Þá var Konrad Tota frábær í kvöld en hann skoraði 25 stig og þeir Daniel Bandy og Guðmundur Jónsson með 18 stig hvor.

Eftir leiki kvöldins er Þór áfram í 11. og næst neðsta sæti deildarinnar en nú með 10 stig. Liðið er 4. stigum á eftir Tindastól, FSu og Breiðabliki og geta bjargað sér frá falli með því að vinna a.m.k. 2 af þeim 3 leikjum sem eftir er í deildinni."

Næstu leikur Þórsara er gegn Skallagrími á sunnudag kl.19:15 og ef einhvertíman hefur verið þörf á stuðning fyrir liðið þá er það nú, fólk er eindregið hvatt til að mæta á völlinn.

Nýjast