Þór tapaði gegn Hetti í gærkvöld, 75-82, er liðin áttust við á Egilstöðum í 1. deild karla í körfubolta. Þetta var annað tap Þórs í röð í deildinni en liðið lá gegn KFÍ í síðasta leik. Eric James Palm skoraði 31 stig fyrir Þór en Stefán Karel Torfason 15 stig. Hjá Hetti var Andrés Kristleifsson með 26 stig og Viðar Örn Hafsteinsson skoraði 17 stig.