22. júlí, 2009 - 21:23
Fréttir
Þór hafði betur í nágrannaslagnum gegn KA er liðin mættust í vígsluleik á nýja Þórsvellinum í 1. deild karla
í knattspyrnu í kvöld, þar sem sigurmarkið kom á lokamínútu leiksins. Þórsarar komust í 2-0 eftir 24. mínútna
leik með mörkum frá þeim Matthíasi Erni Friðrikssyni og Einari Sigþórssyni. David Disztl minnkaði muninn fyrir KA og staðan í
leikhléi var 2-1 fyrir Þór.
Dean Martin jafnaði metin fyrir KA í seinni hálfleik en það var Ármann Pétur Ævarsson sem skoraði sigurmark leiksins á 90.
mínútu og tryggði Þór 3-2 sigur. Eftir leikinn munar aðeins tveimur stigum á liðunum, KA hefur 20 stig í fjórða sæti deildarinnar
en Þór er komið upp í sjöunda sætið með 18 stig.
Nánar verður fjallað um leikinn í Vikudegi á morgun ásamt viðtölum.