Þór sækir Stjörnuna heim-Lykilmenn hvíldir

Þórsarar munu hvíla þrjá lykilmenn er liðið sækir Stjörnuna heim í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í dag kl. 17:00 í 14. umferð deildarinnar. Þetta eru þeir Jóhann Helgi Hannesson, Sveinn Elías Jónsson og Janez Vrenko. Þeir eru allir á gulum spjöldum og yrðu í leikbanni í úrslitaleiknum gegn KR á laugardaginn kemur í bikarnum, fái þeir spjald í dag.

 
Þór hefur verið á blússandi siglingu í deildinni og er komið upp í 8. sæti deildarinnar með 17 stig, tveimur stigum minna en Stjarnan sem situr í 5. sæti.


Nýjast