Þór sækir Hamar heim í 16-liða úrslitum

Þór og Hamar mætast að nýju í bikarnum.
Þór og Hamar mætast að nýju í bikarnum.

Þórsarar drógust gegn liði Hamars er dregið var í 16-liða úrslit bikarkeppni KKÍ í dag. Hamar kom fyrr upp úr pottinum og fær því heimaleikjaréttinn. Liðin leika bæði í 1.deild og mættust á Akureyri á dögunum í hörkuleik, þar sem Þór hafði betur með þriggja stig mun eftir flautukörfu, 83-80, og því má búast við hörkuleik í Hveragerði. Stórleikir umferðarinnar verða án efa leikir úrvalsdeildarliðanna KR og Grindavíkur annars vegar og Stjörnunnar og Snæfells hins vegar. Einnig mætast Breiðablik og KFÍ, Tindastóll og Þór Þorlákshöfn, Njarðvík og Höttur, Skallagrímur og Keflavík og Fjölnir og Njarðvík b. Kvennalið Þórs var einnig í pottinum og fékk liðið heimaleik gegn Hamar.  Leikirnir í 16-liða úrslitum fara fram 7. til 9. janúar.
Þór flaug í 16-liða úrslitin
Þórsarar fóru nokkuð létt inn í 16-liða úrslitin eftir öruggan sigur gegn ÍBV í Eyjum sl. helgi, 153-47, í 32-liða úrslitum. ÍBV situr á botni annarrar deildar og var mikill getumunur á liðunum eins og tölur gefa til kynna. Þetta var annar sigur Þórs í röð en liðið vann sinn fyrsta deildarleik á dögunum. Ekki fengust upplýsingar um tölfræði úr leiknum.

Nýjast